Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Rússar höfðu sitt fram: Aðeins ein leið til Sýrlands

epa08538892 International humanitarian aid trucks cross into Syria at Bab al-Hawa Turkey- Syria border crossing, Syria, 09 July 2020 (issued 10 July 2020). Accoriding to local media sources and various NGOs operating in northwestern Syria, the UN humanitarian agencies mandated by the UN Security Council Resolution 2504, which aimed to allow transborder aid delivery into northwestern Syria, is due to expire on 10 July. If it is not renewed in its current form or another, the about 3 million people in the area who depend on it will be deeply affected. The resolution allowed UN agencies to deliver the aid to the rebel held areas without permission form the Syrian government through two specific border crossings.  EPA-EFE/STR
Flutningabílar bíða þess að koma hjálpargögnum frá hinum ýmsu hjálparsamtökum til Sýrlands. Myndin er tekin á Bab al-Hawa landamærastöðinni í Tyrklandi, þeirri einu sem nú er heimilt að nota til slíkra flutninga.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Öryggsiráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að heimila flutninga hjálpargagna til Sýrlands í gegnum eina landamærastöð á landamærum þess að Tyrklandi í eitt ár.

Samkomulag sem gert var 2015 og heimilaði slíka flutninga um tvær landamærastöðvar rann út í gær. Þjóðverjar, sem fara með formennsku í ráðinu, gerðu í tvígang tillögu um framlengingu þess samkomulags í önnur fimm ár, og voru Belgar meðflytjendur.

Rússar beittu í bæði skiptin neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykkt tillögunnar og nutu fulltingis Kínverja við það. Í bæði skiptin lögðu Rússar fram gagntíllögu um að heimila innflutning hjálpargagna um eina landamærastöð í eitt ár, og í bæði skiptin var sú tillaga felld.

Í kvöld lögðu Þjóðverjar og Belgar svo fram tillögu sem er nánast samhljóða þeirri tillögu Rússa sem áður var tvífelld. Þá urðu þau tíðindi að tillagan var samþykkt með tólf atkvæðum, en Rússar og Kínverjar sátu hjá, ásamt Dóminíska lýðveldinu.

Þar með hefur leiðum til að flytja alþjóðleg hjálpargögn til Sýrlands fækkað úr fjórum í eina frá síðustu áramótum. Þar til í gær mátti flytja hjálpargögn um tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og Sýrlands, og fram að áramótum var einnig heimilt að fara í gegnum eina stöð á íröksku landamærunum og aðra á þeim jórdönsku.