Fyrsta íslenska konan sem fær svarta beltið í jiu-jitsu

Mynd: RÚV núll / Inga Birna Ársælsdóttir

Fyrsta íslenska konan sem fær svarta beltið í jiu-jitsu

11.07.2020 - 08:58
Inga Birna Ársælsdóttir varð á dögunum fyrst kvenna á Íslandi til að hljóta svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. Hún byrjaði að æfa íþróttina fyrir níu árum síðan og starfar við hana í dag.

Inga Birna sá auglýst grunnnámskeið á netinu og ákvað að skella sér. Hún heillaðist strax á fyrstu æfingunni.

„Ég man ég fann eftir fyrstu æfinguna að þetta sé eitthvað sem mér langar að gera,“ Segir Inga Birna.

Hún segir að það séu engin sérstök brögð sem þurfi að taka til þess að fá svarta beltið. „Hvert belti tekur ákveðinn tíma og það er bara þinn þjálfari sem metur hvenær þú ert tilbúin í næsta belti.“ 

MMA-kappinn Gunnar Nelsson hefur verið þjálfari Ingu Birnu frá því hún byrjaði „Hann gráðaði mig í svarta beltið og hefur gráðað mig í öll mín belti,“ segir hún. 

Inga Birna sýndi Jafeti Mána nokkur brögð í brasilísku jiu-jitsu og svo skelltu þau sér á gólfið.