Staðfesta komu Söru Bjarkar

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Staðfesta komu Söru Bjarkar

10.07.2020 - 18:18
Franska knattspyrnustórveldið Lyon staðfesti í dag komu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur landsliðsfyrirliða Íslands. Sara skrifaði undir samning við félagið í dag.

Félagið birti myndir af undirskrift Söru á samfélagsmiðlum sínum. 

Félagsskipti Söru eru þau stærstu sem íslensk knattspyrnukona hefur gert en hún gengur til liðs við félagið frá Wolfsburg í Þýskalandi.

Lyon er sterk­asta kvennalið heims en liðið hef­ur unnið frönsku 1. deild­ina fjór­tán ár í röð. Liðið varð  Frakk­lands­meist­ari í fyrsta sinn árið 2007 en hef­ur unnið deild­ina sam­fleytt síðan þá. Þá hef­ur franska liðið haft al­gjöra yf­ir­byrði í Meist­ara­deild Evr­ópu und­an­far­in ár en liðið hef­ur unnið keppn­ina fjög­ur ár í röð, frá 2016 til árs­ins 2019, og Sara gæti unnið Evr­ópu­meist­ara­titil­inn 2020 með liðinu síðar á þessu ári.

Sara sem er 29 ára gömul gerði tveggja ára samning við liðið.