Nýr markmaður í Selfoss

Mynd með færslu
 Mynd: Selfoss

Nýr markmaður í Selfoss

10.07.2020 - 17:05
Selfyssingar halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í úrvalsdeild karla í handbolta. Liðið hefur nú fengið til sín landsliðsmarkvörð frá Litháen.

 

Hand­knatt­leiks­deild Sel­foss hef­ur fengið í sín­ar raðir landsliðsmarkvörð Lit­há­en, Vilius Rasimas, en hann hef­ur gert tveggja ára samn­ing við fé­lagið.

Rasimas er reynslu­mik­ill markvörður og hef­ur verið í landsliði Lit­há­en síðan 2010 en hann er orðinn þrítug­ur. Hann kem­ur til Sel­foss frá þýska liðinu Aue, þar sem markvörður­inn Svein­björn Pét­urs­son og Arn­ar Birk­ir Hálf­dáns­son spila.

Áður hafði liðið samið við Guðmund Hólmar Helgason.