Í gær bárust fréttir af því að leikkonan Naya Rivera, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Santana Lopez í Glee, væri týnd og mögulega látin. Leit stóð yfir að Riveru í gær og fyrradag við Piru-vatn í Kaliforníu en fjögurra ára sonur hennar, Josey, fannst þar einn og yfirgefinn á báti eftir að lögreglunni barst útkall um barn sem svæfi eitt á báti úti á vatninu. Rivera á að hafa leigt bátinn til að fara með syni sínum út á vatnið. Hann fannst klæddur björgunarvesti í bátnum en móðir hans er sögð hafa verið á sundi í vatninu og ekki komist aftur upp í bátinn. Björgunarvesti fannst um borð í bátnum og því talið að Rivera hafi ekki klæðst einu slíku.