Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Katrín kom á hækjum vegna sprungu í beini

10.07.2020 - 15:37
Katrín Jakobsdóttir á hækjum á Þingvöllum
 Mynd: RÚV - Mynd
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, studdist við hækjur þegar hún kom á Þingvelli til að vera viðstödd minnigarathöfn um fyrrum forsætisráðherrahjónin Bjarna Benediktsson og Sigríði Björnsdóttur, og barnabarn þeirra.

Katrín er með sprungu í beini og þarf því að styðjast við hækjur tímabundið meðan beinið grær. Þetta staðfestir Bergþóra Bene­dikts­dótt­ir, aðstoðar­kona Katrín­ar.

Katrín lagði blómsveig frá ríkisstjórninni að minnisvarðanum um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, Sigríði Björnsdóttur eiginkonu hans og Benedikt Vilmundarson dótturson þeirra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti ávarp. Bjarni forsætisráðherra var afabróðir hans. 

Nánar verður sagt frá minningarathöfninni í fréttum klukkan 18 og 19.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV