Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 í grennd við Herðubreið

10.07.2020 - 15:05
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RUV
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist klukkan korter yfir tvö, um þrjá kílómetra vestur af Herðubreiðartöglum. Nokkrir minni skjálftar hafa einnig mælst á svæðinu bæði á undan og eftir þeim stærsta.

Skjálftarnir byrjuðu um stuttu fyrir klukkan tvö og má greina einhverja virkni ennþá, segir jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. Viðvarandi jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarin ár og búast má við skjálftum þar annað slagið.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV