Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Íslendingar koma ekki í stað útlendinganna

Mynd með færslu
 Mynd: tjalda.is - RÚV
Ferðahegðun Íslendinga innanlands er önnur en þeirra útlendinga sem sótt hafa landið heim á undanförnum árum. Landsmenn gista frekar á tjaldsvæðum og í landinu eru yfir 16.000 ferðavagnar af ýmsum gerðum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Ferðamálastofu. Þar kemur fram að þó að Íslendingar ferðist talsvert meira um eigið land nú í sumar en fyrri sumur, komi það ekki nema að litlu leyti í stað erlendra ferðamanna vegna ólíkra ferðavenja.

Þar segir að hátt í 60% þeirra Íslendinga sem hafa ferðast um landið undanfarin þrjú ár hafi gist á tjaldsvæðum. Það eru um tvöfalt fleiri en þeir sem hafa gist á hótelum eða gistiheimilum. Þá gista margir á heimilum og í sumarhúsum. 

Í samantekt Ferðamálastofu segir að þó að Íslendingar myndu ferðast tvöfalt meira um eigið land en í fyrra vantaði enn mikið upp á að bæta fyrir missi erlendu ferðamannanna.