Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Herjólfur siglir ekki þriðjudag og miðvikudag

10.07.2020 - 14:36
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir - RÚV
Herjólfur siglir ekki 14. og 15. júlí vegna verkfalls undirmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar er því beint til farþega sem þurfa að ferðast til eða frá Vestmannaeyjum að gera ráðstafanir.

Frekari fundir ekki boðaðir

Í tilkynningunni sem birt var á Facebook í dag segir að fulltrúi félagsmanna í Sjómannafélagi Íslands hafi hafnað boði stjórnar Herjólfs ohf. Meirihluti áhafnar Herjólfs er í félaginu.

„Frekari fundir hafa ekki verið boðaðir og því liggur fyrir að boðað verkfall í næstu viku stendur eins og Sjómannafélag Íslands hefur boðað,“ segir í tilkynningu.

Önnur vinnustöðvun

Þetta er önnur vinnustöðvun sem beitt hefur verið í deilunni. Sú þriðja verður svo eftir tvær vikur, í þrjá sólarhringa, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Kröfur Sjómannafélagsins eru meðal annars þær að stytta minnka vinnuskyldu og fjölga þernum um borð.