Heimila að breyta Ægisif í mosku

10.07.2020 - 14:59
epa08538781 A man holds a Turkish flag in front of the Hagia Sophia Museum in Istanbul, Turkey, 10 July 2020. Turkey's highest administration court on 10 July 2020 ruled that the museum that was once a mosque built in a cathedral can be turned into a mosque again by anulling it's status as museum.  EPA-EFE/ERDEM SAHIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Æðsti dómstóll Tyrklands heimilaði í dag að Ægisif eða Hagia Sophia, einum merkustu fornminjum landsins, verði breytt úr safni í mosku. Byggingin var reist í Istanbúl á sjöttu öld og var ein af höfuðkirkjum kristinnar trúar í þúsund ár. Eftir það var hún moska í fimm aldir þar til hún var gerð að safni um miðjan fjórða áratug síðustu aldar.

Recep Tayyip Erdogan forseti hefur þrýst á að Ægisif verði gerð að mosku að nýju. Byggingin er á heimsminjaskrá menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Forsvarsmenn hennar hafa óskað eftir því að stöðu Ægisifjar verði ekki breytt án samráðs. Erdogan lýsti því yfir á dögunum að afskipti útlendinga af málinu væru aðför að sjálfstæði Tyrklands.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi