Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Gæsahúðar flutningur á Gúanóstelpunni í Bolungarvík

Mynd: RÚV / RÚV

Gæsahúðar flutningur á Gúanóstelpunni í Bolungarvík

10.07.2020 - 21:21

Höfundar

Það var vægast sagt gæsahúðar stemming í félagsheimilinu í Bolungarvík þegar salurinn söng hástöfum með lagi tónlistarmannsins Mugison, Gúanóstelpan. Mugison söng sjálfur og spilaði á harmonikku en hann var einn af gestum hljómsveitarinnar Albatross á Tónaflóði um landið.

Myndbandið af flutningnum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Félagsheimilið í Bolungarvík var annað stopp Tónaflóðs um landið en næstu föstudaga mun hljómsveitin Albatross, með Sverri Bergmann og Elísabetu Ormslev, ferðast um landið og leika tónlist hvers landshluta fyrir sig. 

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Fjölskylda Rúnars Júlíussonar söng honum til heiðurs