Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fjölskyldumeðlimir Marleys syngja One Love gegn COVID

Mynd með færslu
 Mynd: B.javhlanbayr - Wikimedia Commons

Fjölskyldumeðlimir Marleys syngja One Love gegn COVID

10.07.2020 - 08:56

Höfundar

Nokkrir fjölskyldumeðlimir Bobs Marley ætla að syngja saman lagið One Love til styrktar barna sem standa höllum fæti vegna kórónuveirufaraldursins. Styrktarátakið er að frumkvæði Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).

One Love er eitt þekktasta lag Marleys. Það er á plötunni Exodus sem kom út árið 1977. Lagið þykir hið áheyrilegasta og hefur verið notað í alls kyns markaðs- og kynningartilgangi. Það hefur til að mynda reglulega skotið upp kollinum í sjónvarpsauglýsingum Ferðamálastofu Jamaíku og Richard Branson notaði lagið í auglýsingum fyrir flugfélag sitt, Virgin Airways. 

Tvö börn Marleys, Cedella og Stephen, munu flytja lagið auk sonar Cedellu, Skip Marley. Endurútgáfa lagsins kemur út þann 17. júlí. Allur ágóði þess mun renna til styrktarátaks UNICEF. Tónlistarmyndband við lagið kemur út sama dag.

 

Tengdar fréttir

Mannlíf

Bob Marley kannabis sett á markað

Mannlíf

Fögnuðu fæðingardegi Bobs Marleys