Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Eldsvoðinn greypti sig í minni þjóðarinnar

10.07.2020 - 15:59
Mynd: RÚV / Skjáskot
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði nú fyrir stundu blómsveig frá ríkisstjórninni að minnisvarða á Þingvöllum um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, Sigríði Björnsdóttur eiginkonu hans og Benedikt Vilmundarson dótturson þeirra. Þau létust í eldsvoða á þeim sama stað fyrir fimmtíu árum.

Forsætisráðherra sagði óhætt að segja að þessi sviplegi atburður hafi greypt sig í minni þjóðarinnar enda hafi Bjarni Benediktsson verið risi í stjórnmálamenningu Íslands um 30 ára skeið.  

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins flutti ávarp en Bjarni var afabróðir hans. Hann sagði að starfstími Bjarna í þágu þjóðarinnar hefði verið mikill umbrotatími í sögu hennar og fullyrti að enginn Íslendingur hefði verið duglegri baráttumaður fyrir því að Ísland yrði að verða lýðveldi.

Nánar verður sagt frá minningarathöfninni í fréttum klukkan 18 og 19.