Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Dóttir Svandísar Svavarsdóttur með heilaæxli

10.07.2020 - 09:41
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greinir frá því á Facebook í dag dóttir hennar hafi greinst með heilaæxli sem reynst hafi vera krabbamein.

Mun skipuleggja vinnu í samræmi við breyttar aðstæður

Svandís segir að nú taki við löng og ströng krabbameinsmeðferð og að það verði hennar verkefni að styðja dóttur sína.

„Ég ætla, með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda, að sinna áfram störfum heilbrigðisráðherra og mun skipuleggja mína vinnu á næstunni í samræmi við breyttar aðstæður,“ skrifar Svandís. 

Svandís skrifar einnig að vísa megi í færslu hennar en hún ætli sér ekki að fjalla meira um málið opinberlega að svo stöddu.

Færsla Svandísar

 

 

odinnso's picture
Óðinn Svan Óðinsson