Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Biden lofar að fjölga störfum

epa08395911 (FILE) - Former US Vice President and Democratic presidential candidate Joe Biden speaks at an event a day after 'Super Tuesday' at the W Hotel in West Bevery Hills, in Los Angeles, California, USA, 04 March 2020 (reissued 01 May 2020). According to reports, Biden has publicly denied sexual assault allegations made by former staff member Tara Reade.  EPA-EFE/DAVID SWANSON
Joe Biden. Mynd: EPA-EFE - EPA
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, kynnti í gærkvöld áætlun um fjárfestingar í atvinnulífinu sem hann sagði að myndi skapa fjölda nýrra starfa, fyrir allt að fimm milljónir manna, yrði hann kjörinn forseti.  

Biden sagðist leggja áherslu á að bæta stöðu hinna vinnandi stétta, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði snúið baki við. Áhersla yrði lögð á framleiðslu og vöruþróun innanlands. 

Biden gagnrýndi einnig viðbrögð Trump í kórónuveirufaraldrinum og sagði hann ekki réttan mann til að stýra landinu við þær aðstæður sem nú ríktu.

Samkvæmt könnunum hefur Biden umtalsvert meira fylgi en Trump á landsvísu, nærri níu prósentustig. Einnig með forystu í ríkjum þar sem Trump fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum 2016.