Aldrei fleiri skimanir við landamærin

10.07.2020 - 11:10
Innlent · COVID-19 · Skimun
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
2.159 sýni voru tekin við landamæraskimun í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem fjöldi sýna fer yfir 2.000 frá því að landamæraskimun hófst 15. júní. Sýkla- og veirufræðideild LSH tók 141 sýni.

Fjögur smit greindust við landamærin í gær. Að minnsta kosti þrjú þeirra eru óvirk en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar eins sýnis. 

Ekkert innanlandssmit hefur greinst í viku. Einstaklingum í sóttkví hefur jafnframt farið fækkandi en þeir eru nú 139. Sautján eru í einangrun.  

 
Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi