Aldrei fleiri ný smit á einum sólarhring

epa08538600 Indian health workers wearing personal protective equipment (PPE) arrive to carry a  medical checkup to the residents of a 'containment zones' in Ambujwadi area, a COVID-19 hotspot, in Mumbai, India, 10 July 2020. India is now the third worst hit country by coronavirus.  EPA-EFE/DIVYAKANT SOLANKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
COVID-19 smitum fjölgaði um 228.102 á heimsvísu síðasta sólarhringinn. Smitum hefur aldrei fjölgað jafnmikið á einum sólarhring. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Smitum fjölgaði mest í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Suður-Afríku. Næstmesta fjölgunin hingað til varð þann 4. júlí síðastliðinn. Þá fjölgaði greindum smitum um 212.326. Um það bil fimm þúsund deyja daglega af völdum veirunnar. 

Síðastliðinn miðvikudag höfðu fleiri en tólf milljónir smitast af kórónuveirunni og rúmlega 555.000 látið lífið. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi