
Ingólfur Mál Ingólfsson var staddur með börnum sínum tveimur í rjómablíðu skammt frá stígnum sem liggur inn að foss á svæðinu þegar að steinninn féll. „Það heyrðust gríðarlegar drunur og jörðin hristist segir hann. „Það litu allir upp og héldu þetta vera þrumur, en svo sáum við mikinn reykjarmökk stíga upp.“
Nokkur fjöldi ferðamanna var á staðnum þegar þetta gerðist og litlu mátti muna að steinninn lenti ofan á þýskum mæðgum sem höfðu nýlega gengið fram hjá þeim stað þar sem það lenti. „Þær voru alveg í sjokki,“ segir Ingólfur sem spurði þær hvort ekki væri í lagi með þér.
Bergið lenti á steini og brotnaði í tvennt við fallið. Helmingur þess lenti úti í ánni, en hinn helmingurinn lokaði göngustígnum. Ingólfur segir alla sem voru í gilinu hafa haldið hærra upp og í beðið um 15-20 mínútur áður en fólk reyndi að vekja athygli á því sem gerðist.
Eftir að kallað hafði verið eftir aðstoð brugðust staðarhaldarar í Þakgili fljótt við og aðstoðuðu þá 12 sem voru í gilinu við að komast framhjá berginu, en leiðinni þangað inn eftir hefur nú verið lokað.