Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sultartangavirkjun ekki gangsett

09.07.2020 - 16:06
grjóthrun í sultartangavirkjun, landsvirkjun, 3. júlí 2020, flóðbylgja
 Mynd: Mynd/Landsvirkjun
Sultartangavirkjun hefur ekki verið gangsett að nýju eftir að ein vélin stöðvaðist á laugardag þegar landfylla féll ofan í frárennslisskurð og myndaði mikla flóðbylgju. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hefur verið ákveðið að bíða með gangsetningu og rífa þess í stað gamla brú yfir skurðinn sem upphaflega átti að bíða með til mánaðamóta.

Kostnaður vegna hrunsins og flóðbylgjunnar er varla nokkur, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV. Þá hefur það engin áhrif á afhendingu raforku að virkjunin gangi ekki meðan á framkvæmdum stendur. 

Þá segir ennfremur að einhverjar vikur séu þangað til virkjunin verður gangsett á ný og fer eftir því hversu vel gengur að rífa niður gömlu brúna og tryggja bakka skurðarins.

 

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV