Richard Scobie snýr aftur eftir 17 ára hlé

Mynd: Aðsend mynd / Aðsend mynd

Richard Scobie snýr aftur eftir 17 ára hlé

09.07.2020 - 12:21

Höfundar

Tónlistarmaðurinn Richard Scobie sendi frá sér nýtt lag nú á dögunum í fyrsta sinn í sautján ár. Hann sló meðal annars í gegn með hljómsveitinni Rikshaw og var áberandi á níunda áratugnum.

Scobie ætlar að fylgja laginu eftir með plötu sem er væntanleg í haust. Aðdáendur hans geta því farið að hugsa sér gott til glóðarinnar. Scobie sagði, í Morgunútvarpinu á Rás 2, að finna megi lög um „gamla drauga úr fortíðinni“ á plötunni. Hvert lag vísi til ákveðinna tímabila í lífi hans.

Scobie er tónlistaráhugamönnum að góðu kunnur. Hann sló í gegn með hljómsveitinni Rikshaw árið 1985 og hefur einnig sungið með mörgum öðrum svo sem Loðinni rottu, Spooky Boogie, Sverri Stormsker. 

Hann hætti þó aldrei að semja. Scobie á stórafmæli á árinu, hann verður sextugur í október. Honum fannst því tilvalið að koma efninu frá sér á árinu og vildi ganga úr skugga um að það yrði ekki eftir í tölvunni og myndi glatast þegar hann væri allur. 

„Ég er nú svona aðallega að gera þetta bara fyrir sjálfan mig en það er náttúrulega frábært og yndislegt ef að einhverjir hafa gaman af þessu líka,“ segir hann.

 

Tengdar fréttir

Mynd með færslu
Tónlist

Svavar Knútur Scobie söng fyrir Ríkarð

Mynd með færslu
Tónlist

Richard Scobie 55 ára (klárt í eyru)