Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rekstrarafkoma ríkissjóðs var jákvæð um 42 milljarða

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Rekstr­ar­af­koma rík­is­sjóðs á síð­asta ári var jákvæð um 42 millj­arða króna í fyrra, sam­an­borið við 84 millj­arða afgang 2018. Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum og rekstrargjöld voru 809 milljarðar

Þetta kemur fram í rík­is­reikn­ingi fyrir árið 2019 sem nú hefur verið sendur Alþingi.

Þar segir að þegar afkoma ríkissjóðs sé borin saman við afkomuviðmið fjármálaáætlunar og fjárlaga sé heildarafkoman í fyrra neikvæð um 39 milljarða sem sé um 24 milljörðum lakari afkoma en endurskoðuð áætlun ársins gerði ráð fyrir. Fjárlög ársins höfðu gert ráð fyrir að heildarafkoma yrði jákvæð um 29 milljarða.

Í til­kynn­ingu á vef stjórnarráðsins segir að hrein fjár­magns­gjöld hafi verið neikvæð um 57 millj­arða króna en hlut­deild í afkomu félaga í eigu rík­is­ins var jákvæð um 78 millj­arða króna. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra í tilkynningunni að í fyrra hafi liðið að lokum lengsta hagvaxtarskeiðs Íslands sem hafi varað samfellt í 9 ár. 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir