Rannsókn lokið á máli Kristjáns Gunnars

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Geir - RÚV
Rannsókn á máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lögmanns og fyrrverandi lektors í skattarétti við HÍ er nú lokið. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að málið sé nú hjá ákærusviði lögreglunnar þar sem ákvörðun verður tekin um ákæru.

Kristján Gunnar var handtekinn á Þorláksmessu í fyrra vegna gruns um frelsissviptingu og kynferðisbrot gegn konu á þrítugsaldri. Hann var látinn laus að morgni aðfangadags en var aftur handtekinn á jólanótt. Þá var Kristján Gunnar sagður hafa svipt tvær aðrar konur frelsi og beitt þær grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.  

Í kjölfarið var Kristján Gunnar úrskurðaður í gæsluvarðhald fram yfir áramót og rúmt hálft ár er nú síðan sá úrskurður rann út.

 

 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi