Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Notre-Dame skal endurbyggð í fyrri mynd

09.07.2020 - 23:10
epa07722572 Parts of a destroyed ribbed vault and scaffolding are seen during preliminary work in the Notre-Dame de Paris Cathedral three months after a major fire in Paris, France, 17 July 2019. French MPs on July 16 approved a law on the reconstruction of Notre-Dame, three months after flames ravaged the great Paris cathedral, but with the rebuilding process still mired in controversy. The April 15 fire destroyed the roof and steeple of the 850-year-old Gothic cathedral. Images of the ancient cathedral going up in flames sparked shock and dismay across the globe as well as in France, where it is considered one of the nation's most beloved landmarks.  EPA-EFE/STEPHANE DE SAKUTIN / POOL  MAXPPP OUT
 Mynd: epa
Notre-Dame kirkjan í París verður endurbyggð nákvæmlega í þeirri mynd sem hún var fyrir brunann. Þetta segir í tilkynningu frá frönsku minjaverndinni CNPA, sem fer með endurbygginguna.

Kirkjan varð fyrir miklum skemmdum í bruna í fyrra og eyðilögðust meðal annars turnspírur hennar og þak. Notre-Dame er með vinsælustu viðkomustöðum ferðamanna í París og var bruni þessarar sögufrægu kirkju Frökkum mikið áfall.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét í kjölfar brunans að kirkjan yrði endurreist innan fimm ára. Hann gaf þó síðar í skyn að hægt væri að byggja hluta hennar og þeirra á meðal turnspírurnar í nútímalegum stíl.

Þessu hefur minjanefndin nú hafnað, en hún samþykkti í dag tillögur arkitektsins Philippe Villeneuve um að Notre-Dame verði endurreist í heild  og í áður þekktri mynd.

Guardian greinir frá þessu og segir æðstu menn frönsku kirkjunnar vonast til að unnt verði að messa í kirkjunni árið 2024, en það ár eiga Ólympíuleikarnir að fara fram í París.