Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Magnúsi gert að greiða 1,2 milljarða króna

09.07.2020 - 20:11
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/samsett mynd
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon um að mál gegn þrotabúi Sameinaðs Sílíkons verði endurupptekið. Dómstóllinn hafi áður gert honum að greiða þrotabúinu 1,2 milljarða króna

Dómstóllinn úrskurðaði þann 14. maí á þessu ári að Magnús teldist bótaskyldur.

Dómurinn hefur enn ekki verið birtur á netinu, en að sögn Geirs Gestssonar skiptastjóra þrotabúsins var Magnúsi gert að greiða þrotabúinu 1,2 milljarða króna auk vaxta. Magnús, sem var ekki viðstaddur dómkvaðningu, óskaði  endurupptöku á úrskurðinum.

Í úr­sk­urði héraðsdóm­ara kem­ur fram að Magnús hafi ekki til­greint neinn mála­til­búnað annan en að hann krefðist sýknu. Beiðninni var því hafnað og hon­um gert að greiða 350.000 krón­ur máls­kostnað þrotabúsins.

Kís­ill Íslands hf., móður­fé­lag Sam­einað Sílikon hf. (United Silicon) var tekið til gjaldþrota­skipta með úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­ness þann 12. sept­em­ber í fyrra.

Þrotabúið höfðaði síðan mál gegn Magnúsi vegna grunsemda um að greiðslur hafi verið færðar með ólögmætum hætti út úr Sameinuðu Sílikon að uphæð 1,2 milljarðar króna og fór hluti þess fjár út úr fyrirtækinu á þeim tíma sem Magnús var forstjóri þess.

Ekki liggur fyrir hvort að Magnús muni áfrýja úrskurðinum sem er kæranlegur til Landsréttar.