Kínverjar fordæma ákvörðun Ástrala

09.07.2020 - 08:41
Erlent · Asía · Ástralía · Kína · Eyjaálfa
epaselect epa08080673 Chinese Ambassador to Australia Cheng Jingye speaks to the media during a press conference at the Ambassador's residence in Canberra, Australia, 19 December 2019. The diplomat denied claims that around one million Uighurs and other Muslim minorities in Xinjiang were being prosecuted.  EPA-EFE/LUKAS COCH AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Cheng Jingye, sendiherra Kína í Ástralíu. Mynd: EPA-EFE - AAP
Stjórnvöld í Kína fordæma ákvörðun áströlsku stjórnarinnar um að framlengja vegabréfsáritanir fólks frá Hong Kong sem dvelur í Ástralíu og einhliða riftun á framsalssamningi við Hong Kong. 

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá ákvörðun stjórnvalda í Canberra í gærkvöld og sagði ný öryggislög sem ráðamenn í Peking innleiddu á dögunum fela í sér grundvallarbreytingu á aðstæðum fólks í Hong Kong.

Sendiherra Kína í Canberra brást hart við í morgun og sagði ákvörðun áströlsku stjórnarinnar gróf afskipti af kínverskum innanríkismálum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi