Harry Styles svæfir þig með sögu fyrir svefninn

Mynd með færslu
 Mynd: Harry Styles - YouTube

Harry Styles svæfir þig með sögu fyrir svefninn

09.07.2020 - 10:57
Nú getur þú hlustað á ljúfa rödd söngvarans Harry Styles lesa sögu fyrir svefninn. Söguna les Styles í samvinnu við hugleiðsluforritið Calm, sem margir nýta til að slaka á og róa sig fyrir svefninn.

Um er að ræða þrjátíu mínútna „svefnsögu“ sem heitir „Dream with Me“ en eigendur forritsins eru sannfærðir um að einstök rödd Styles sé fullkomin til að róa æsta huga áður en þeir svífa inn í draumalandið.

Styles hefur sjálfur talað um að svefn og hugleiðsla séu stór hluti af hans daglegu rútínu, hvort sem hann sé heima hjá sér, í hljóðverinu eða á tónleikaferðalagi. Hann segir hvíld og endurheimt vera alveg jafn mikilvæga og það að vinna og það að finna jafnvægið hafi hjálpað honum bæði andlega og líkamlega. 

Söngvarinn hefur talsvert tjáð sig um andlega heilsu en í viðtali við The Guardian á síðasta ári segist hann fara til sálfræðings í hvert skipti sem honum líði eins og hann þurfi þess. Lengi hafi hann ekki gert það af því honum langaði að vera gaurinn sem gæti sagt „Ég þarf þess ekki.“ Hann hafi hins vegar fljótlega áttað sig á því að með því viðhorfi hafi hann aðeins verið að skaða sjálfan sig og að það að heimsækja sálfræðing geti hjálpað gífurlega.  

Styles er þó ekki sá eini sem hægt er að hlusta á fyrir svefninn en stjörnur á borð við LeBorn James, Lauru Dern, Matthew McConaughey og Kelly Rowland hafa líka lesið inn svefnsögur fyrir Calm