Park Won-soon, borgarstjóri í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, fannst látinn nokkrum klukkustundum eftir að dóttir hans tilkynnti lögreglu um hvarf hans. Að sögn þarlendra fjölmiðla hafði hann verið sakaður um kynferðislega áreitni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort rekja megi dauða hans til þess. Lögregla notaði dróna og leitarhunda við leit að borgarstjóranum. Hún beindist aðallega að þeim stað í Seoul sem merki frá farsíma hans voru síðast numin.