Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Borgarstjórinn í Seoul fannst látinn

09.07.2020 - 16:31
epa08536708 (FILE) - Park Won-soon, Mayor of Seoul, attends a panel discussion during the UN Climate Change Conference COP23 in Bonn, Germany, 13 November 2017 (reissued 09 July 2020). Police started a search for Seoul Mayor Park Won-soon on 09 July 2020 after he was reported missing by his daughter. Police did not give further details, media reports state.  EPA-EFE/PHILIPP GUELLAND
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Park Won-soon, borgarstjóri í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, fannst látinn nokkrum klukkustundum eftir að dóttir hans tilkynnti lögreglu um hvarf hans. Að sögn þarlendra fjölmiðla hafði hann verið sakaður um kynferðislega áreitni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort rekja megi dauða hans til þess. Lögregla notaði dróna og leitarhunda við leit að borgarstjóranum. Hún beindist aðallega að þeim stað í Seoul sem merki frá farsíma hans voru síðast numin.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV