Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Borgarstjóri Seoul er horfinn

09.07.2020 - 11:33
epa08536254 Police search for Seoul Mayor Park Won-soon in a mountain in Seoul, South Korea, 09 July 2020, after he was reported missing by his daughter.  EPA-EFE/YONHAP SOUTH KOREA OUT
 Mynd: EPA-EFE - YNA
Lögregla í Suður-Kóreu hefur hafið leit að Park Won-soon, borgarstjóra í Seoul eftir að dóttir hans tilkynnti að hann væri horfinn. Starfsfólk á skrifstofu hans tilkynnti sömuleiðis að hann hefði ekki komið til vinnu.

Leitin beinist einkum að borgarhluta í Seoul, þar sem merki frá farsíma borgarstjórans greindust síðast. Meðal annars er notast við dróna og leitarhunda.

Suðurkóreska fréttastofan Yonhap hefur heimildir fyrir því að Park Won-soon hafi skilið eftir skilaboð, áþekk erfðaskrá. Hann hefur gegnt embætti borgarstjóra í höfuðborginni frá 2011. Hann var áður mannréttindalögfræðingur sem var ófeiminn við að gagnrýna vaxandi þjóðfélagslega og efnahagslega misskiptingu í Suður-Kóreu. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV