Sakavottorðið orðið rafrænt

08.07.2020 - 19:45
Mynd með færslu
 Mynd: Luis Villasmil - Unsplash
Frá og með deginum í dag er hægt að sækja sakavottorð með rafrænum hætti á Ísland.is. Vottorðið er svokallað einkavottorð sem staðfestir að ekkert brot sé í sakaskrá viðkomandi einstaklings.

Á vefsíðu sýslumannaembættanna segir að hægt sé að sækja um vottorðið á Ísland.is. Greiða þurfi 2.500 krónur fyrir það með greiðslukorti og vottorðið er síðan sent í pósthólf umsækjandans á Ísland.is.

Allir sem eru 15 ára og eldri geta fengið gefið út sakavottorð fyrir sig sjálfa. Á vef stjórnarráðsins er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, innanríkis- og dómsmálaráðherra, að rafrænt form sakavottorðanna einfaldi samskipti fólks við ríkið.

Opnað var fyrir umsóknir um stafræn ökuskírteini í síðustu viku og síðan þá hafa tugþúsundir sótt um slík skírteini.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi