Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Niðurstaða hjá flugfreyjum liggur fyrir í dag

Mynd með færslu
 Mynd: FFÍ
Atkvæðagreiðsla félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands um nýjan kjarasamning við Icelandair lauk nú klukkan tólf og búist er við að niðurstöður liggi fyrir á milli klukkan eitt og tvö í dag.

Skrifað var undir samninginn 25. júní eftir að viðræður höfðu staðið vikum saman. Mikið kapp var lagt á að ná samningum fyrir þann tíma vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair, sem síðan var frestað fram í ágúst.

Eftir undirskrift samningsins sagði í tilkynningu FFÍ að félagið væri með honum að koma til móts við Icelandair í því gjörbreytta landslagi sem blasi við fyrirtækinu.