Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Nærri 240 hafa látist í átökum í Eþíópíu

08.07.2020 - 09:12
A man waves a flag during a protest in St. Paul, Minn., Wednesday, July 1, 2020. Protesters apparently outraged by the killing of Hachalu Hundessa, a popular singer in Ethiopia, stopped traffic on Interstate 94, before moving to a city street. Police blocked the entrance ramps to the freeway shortly before 6:30 p.m. Traffic was stopped as the group moved down the interstate. State Patrol spokesman Lt. Gordon Shank said after 8 p.m. the protesters had left the freeway, and no arrests have been made. (Evan Frost/Minnesota Public Radio via AP)
Fáni Oromo-fólks í Eþíópíu. Mynd: ASSOCIATED PRESS - Minnesota Public Radio
Minnst 239 hafa látist í mótmælum og átökum í Eþíópíu undanfarna daga. Lögregla greindi frá þessu í morgun.

Átök blossuðu upp landinu eftir að söngvarinn Hachalu Hundessa var skotinn til bana í byrjun síðustu viku, en hann var talsmaður Oromo-fólks, fjölmennasta þjóðarbrots Eþíópíu. 

Oromo-fólkið segist búa við verri kjör og aðstæður en aðrir landsmenn og segja að Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, hafa ekki staðið við loforð um úrbætur. 

Abiy varð forsætisráðherra Eþíópíu fyrir tveimur árum fyrstur úr hópi Oromo-fólks. Þingkosningar áttu að verða í næsta mánuði, en þeim var frestað fram á næsta ár vegna kórónuveirufaraldursins.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV