Fáni Oromo-fólks í Eþíópíu. Mynd: ASSOCIATED PRESS - Minnesota Public Radio
Minnst 239 hafa látist í mótmælum og átökum í Eþíópíu undanfarna daga. Lögregla greindi frá þessu í morgun.
Átök blossuðu upp landinu eftir að söngvarinn Hachalu Hundessa var skotinn til bana í byrjun síðustu viku, en hann var talsmaður Oromo-fólks, fjölmennasta þjóðarbrots Eþíópíu.
Oromo-fólkið segist búa við verri kjör og aðstæður en aðrir landsmenn og segja að Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, hafa ekki staðið við loforð um úrbætur.
Abiy varð forsætisráðherra Eþíópíu fyrir tveimur árum fyrstur úr hópi Oromo-fólks. Þingkosningar áttu að verða í næsta mánuði, en þeim var frestað fram á næsta ár vegna kórónuveirufaraldursins.