Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Leikarar eiga að tala fyrir persónur af sama uppruna

Mynd með færslu
 Mynd: The Simpsons

Leikarar eiga að tala fyrir persónur af sama uppruna

08.07.2020 - 08:25

Höfundar

Hvítir leikarar verða ekki lengur skipaðir í hlutverk persóna sem eru af öðrum uppruna í sjónvarpsþáttunum The Simpsons. Framleiðendur þáttanna gamalkunnu tilkynntu um ákvörðunina fyrr í mánuðinum eftir háværa gagnrýni.

Ákvörðun framleiðenda The Simpsons kemur í kjölfar mikillar mótmælaöldu sem hefur riðið yfir í Bandaríkjunum að undanförnu þar sem hart er barist fyrir því að réttindi svarts fólks séu virt.

epa08531603 A photograph of George Floyd is projected onto a statue of Confederate General Robert E. Lee on Monument Avenue in Richmond, Virginia, USA, 06 July 2020. While other Confederate statues along Monument Avenue are coming down, a lawsuit is temporarily preventing the Lee statue from being removed.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Þættirnir um Simpson-fjölskylduna hafa þó lengi verið gagnrýndir fyrir hlutverkaskipan sína og margir hafa mótmælt því að leikarinn Hank Azaria, sem er hvítur á hörund, fari með hlutverk Apu Nahasapeemapetilon, sem á að vera af indverskum uppruna.

Grínistinn Hari Kondabolu er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt leikaravalið. Árið 2017 framleiddi Kondabolu heimildarmyndina The Problem with Apu. Þar fjallar hann um hvað það þýðir að hvítur leikari fari með hlutverk persónu af öðrum uppruna og skoðar málið í stærra samhengi. 

Svo virðist sem gagnrýnin hafi loks náð eyrum framleiðenda. Fyrr á árinu tilkynnti leikarinn Hank Azaria að hann kæmi ekki til með að ljá Apu rödd sína áfram. Það hefði verið sameiginleg ákvörðun hans og framleiðenda sjónvarpsþáttarins. Hann sagðist vera fyllilega sáttur við að víkja enda væri það það rétta í stöðunni.

Azaria hefur einnig farið með hlutverk ýmissa annarra karaktera í sjónvarpsþáttunum sem eru af öðrum uppruna. Sem dæmi má nefna lögregluþjóninn Lou og drykkjufélaga Homer Simpson, Carlton Carlson Jr., sem báðir eru svartir á hörund. Þá lék hann persónuna Dr. Nicholas Riviera og sjónvarpsstjörnuna Pedro Chesperito, eða „ Bumblebee Man“, sem eru af spænskum og rómönsk amerískum uppruna.

Einnig má búast við því að breytingin hafi áhrif á Simpsons leikarann Harry Shearer, sem er hvítur, og talar fyrir Dr. Julius Hibbert, sem er svartur.

Framleiðendur The Simpsons eru þó síður en svo fyrstir til að gera breytingar á framleiðsluferli sínu í kjölfar vitundarvakningarinnar í Bandaríkjunum. Framleiðendur annarra vinsælla sjónvarpsþátta hafa tilkynnt um breytingar á ráðningarferli og starfsháttum.

Framleiðendur eldri vinsælla sjónvarpsþátta á borð við The Office, 30 Rock, Community, Scrubs og Golden Girls hafa þá ýmist fjarlægt ákveðna þætti af streymisveitum eða gert breytingar á þáttum og klippt út atriði sem sýna hvítar persónur sem eru svartmálaðar eða bregða sér í gervi svartra (e. blackface). 

Þá hafa leikarar einnig sagt sig úr hlutverkum sem þeim þykir ekki lengur viðeigandi að fara með sökum uppruna þeirra. Meðal þeirra eru leikkonurnar Kristen Bell og Jenny Slate, sem báðar eru hvítar á hörund og tala fyrir persónur sem eru dökkar á hörund í þáttunum Big Mouth og Central Park.  

Leikarinn Mike Henry, sem einnig er hvítur, tilkynnti þá að hann myndi ekki snúa aftur sem Cleveland Brown í Family Guy, sem er svartur á hörund. Hann sagði að það hefði verið heiður að fá að ljá Brown rödd sína. Hins vegar þætti honum að fólk ætti að leika persónur af sama uppruna og það sjálft.

Þá sagði leikkonan Alison Brie, sem er hvít á hörund, að hún sæi eftir því að hafa ljáð Diane Nguyen, sem er asísk að uppruna, rödd sína í sjónvarpsþáttunum BoJack Horseman. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by Alison Brie (@alisonbrie) on

Tengdar fréttir

Erlent

Ný bylgja mótmæla í Atlanta

Innlent

Nú er komið nóg er kjarni mótmælanna

Sjónvarp

Apu missir röddina

Tónlist

Innkalla Simpsons-þátt vegna aðkomu Jacksons