Fleiri greinast smitaðir í Viktoríufylki

08.07.2020 - 08:33
epa08530263 A man gestures from a window inside a unit at the public housing tower under lockdown along Racecourse Road in Melbourne, Australia, 06 July 2020. Victoria?s Premier has ordered the immediate lockdown of nine public housing towers in Flemington and North Melbourne after the state registered 108 new coronavirus cases.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Íbúar Melbourne fá ekki að fara út að nauðsynjalausu næstu vikur. Mynd: EPA-EFE - AAP
Staðfest er að 134 hafi greinst með kórónuveirusmit í  Viktoríufylki í Ástralíu kórónuveirusmit síðasta sólarhring. Gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana í fylkinu til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar eftir að hún blossaði upp á ný.

Næstu vikur verður ferðafrelsi takmarkað í Viktoríu og nánast útgöngubann í gildi í stærstu borginni Melbourne þar sem búa um fimm milljónir manna, en þar eru langflest ný tilfelli. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi