Þórólfur: Rannsóknargeta veikleiki í heilbrigðiskerfinu

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan
Þóróflur Guðnason sóttvarnalæknir segir að í viðbúnaði fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi rannsóknargetan verið brotalöm.

Á upplýsingafundi Almannavarna í dag var farið yfir hvernig heilbrigðisyfirvöld geti brugðist við þeirri ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta skimun þ.e. greiningu sýna 13. júlí. 

Sóttvarnalæknir var spurður að því hvort Ísland hafi ekki haft nógan tíma til þess að koma upp aðbúnaði til að afkasta meiru án þess að treysta á einkafyrirtæki og velvild Kára Stefánssonar. 

„Við erum með hér á Íslandi eina veirufræðirannsóknarstofu sem hefur sinnt veirufræðirannsóknum á undnaförnum árum. Það hafa verið áætlanir þar í gangi um að auka afköst. Það eru pantanir á tækjabúnaði og öðru slíku. Menn hafa verið að leita leiða til þess að flýta því eins og hægt er. Það hefur gengið illa eða ekki nógu vel kannski.“

„Þetta er brotalöm í okkar viðbúnaði og þetta er einn af þeim hlutum sem við þurfum að taka til endurskoðunar þegar við gerum þennan faraldur upp. Það er afkastageta rannsóknarstofa til að greina og skima osfrv. Þannig að það er alveg hárrétt. Það er veikleiki.“
 

 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi