Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Jair Bolsonaro með Covid-19

07.07.2020 - 16:04
epa08532655 (FILE) - Brazilian President Jair Bolsonaro during India-Brazil Business Forum (IBBF) in New Delhi, India, 27 January 2020 (reissued 07 July 2020). Bolsonaro, 65, reported on 07 July that he has tested positive for COVID-19 and has begun to be treated with chloroquine.  EPA-EFE/RAJAT GUPTA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið greindur með Covid-19. Hann hefur verið með einkenni sjúkdómsins síðustu daga og greindi frá því í sjónvarpsávarpi í dag að hann hafi greinst með veiruna. 

Bolsonaro hefur verið með háan hita undanfarið og var í gær skimaður fyrir veiruinni í fjórða sinn. Þá reyndist hann smitaður af Covid-19. 

Brasilía er það land í heiminum þar sem næst flest kórónuveirusmit hafa greinst. Fleiri en 1,6 milljónir hafa greinst með veiruna í Brasilíu og 65 þúsund hafa látist vegna veirunnar þar í landi. 

Bolsonaro hefur verið gagnrýndur af mörgum fyrir að gera lítið úr kórónuveirufaraldrinum og ráðstöfunum til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. 

Hann hefur kallað veiruna „smávægilega flensu“ og sagði í apríl að myndi hann sjálfur smitast myndi hann ekki finna fyrir því. Hann myndi hrista smitið af sér án fyrirhafnar. 

Dómstólar í Brasilíu hafa undanfarnar vikur bæði skikkað forsetann, sem og alla ríkisstarfsmenn, til að bera andlitsgrímur, auk þess sem ríkisstjórn Bolsonaros hefur verið gert að birta opinberlega upplýsingar um fjölda smita í heimalandinu.