Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Íslenskir námsmenn í Bandaríkjunum í erfiðri stöðu

07.07.2020 - 22:54
Mynd: RÚV / RÚV
Landvistarleyfi erlendra námsmanna í Bandaríkjunum verða felld úr gildi ef allt nám fer fram í fjarkennslu. Á lánaskrá Menntasjóðs námsmanna eru um fimmtán hundruð Íslendingar skráðir í nám í Bandaríkjunum.

Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, lögfræðingur í stjórn Sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir íslenska námsmenn í Bandaríkjunum vera í óþægilegri stöðu. Aðstæður námsmanna í Bandaríkjunum hafi breyst dag frá degi eftir að faraldurinn skall á og framhaldið sé óljóst. Námið sé dýrt, námsmenn standi gjarnan uppi með óklárað nám og sitji uppi með námslánaskuldir. 

„Það er mikið lagt undir sérstaklega fjárhagslega og auðvitað löngu planað þannig þetta er óþægileg staða. Nemendur eru í lausu lofti,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV