Hafa gert ís úr ýmsum bragðtegundum en ekki kokteilsósu

Mynd: RÚV núll / Kokteilsósuís

Hafa gert ís úr ýmsum bragðtegundum en ekki kokteilsósu

07.07.2020 - 13:41
Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto umsjónarmenn hlaðvarpsins Já OK! gerðu kokteilsósuís á dögunum. Hugmyndin kviknaði eftir að þeir gerðu þátt sem ber heitið Kokteilsósuís.

Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto fjölluðu um hvað það er sem gerir Íslending að Íslendingi í einum þátta sinna. Þeir reyndu að komast að kjarnanum. Þátturinn fékk heitið Kokteilsósuís þar sem þeim fannst bæði ís og kokteilsósa vera meðal þess sem gerir Íslending að Íslendingi. 

Michele Gaeta ísgerðarmaður og einn af eigendum ísbúðarinnar Gaeta Gelato aðstoðaði strákana við að gera ísinn. Michele flutti til Íslands fyrir ári síðan vegna þess að hann elskar Ísland. Hann opnaði svo ísbúð hér á landi á þessu ári, ásamt viðskiptafélaga sínum frá Ítalíu.  

„Við ákváðum að opna gelato-ísbúð hér á Íslandi og byggðum hana á reynslu okkar að búa til gelato-ís á Ítalíu,“ Segir Michele Gaeta.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann prófar að gera í með öðruvísi bragði. Hann hefur til dæmis búið til squacquerone og guacamole gelato. „En þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum kokteilsósuís,“ segir Michele.

Í myndbandinu hér fyrir ofan getur séð Fjölni og Vilhelm búa til kokteilsósuís með hjálp Michele Gaeta.