Fernando Alonso snýr aftur í Formúlu 1

epa07186716 Spanish Formula One driver Fernando Alonso of McLaren waves to spectators in the pit during the qualifying session of the Abu Dhabi Formula One Grand Prix 2018 at Yas Marina Circuit in Abu Dhabi, United Arab Emirates, 24 November 2018. The Formula One Grand Prix of Abu Dhabi will take place on 25 November 2018.  EPA-EFE/LUCA BRUNO / POOL
 Mynd: EPA

Fernando Alonso snýr aftur í Formúlu 1

07.07.2020 - 15:40
Spánverjinn Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur gert samkomulag við Renault og verður einn af ökumönnum liðsins á næsti tímabili. Alonso snýr því aftur í Formúlu 1 en hann hætti árið 2018 til að snúa sér að öðrum akstursíþróttum.

BBC greinir frá þessu en Alonso kemur til með að leysa Ástralann Daniel Ricciardo af hólmi en hann er á leið til McLaren á næsta tímabili.

Alonso og Frakkinn Sebastian Ocon verða því ökumenn Renault á næsta ári. Alonso, sem er 38 ára, er goðsögn hjá Renault en hann varð heimsmeistari 2005 og 2006 í bíl frá franksa framleiðandanum. Alonso var einnig í fimm ár á mála hjá Ferrari og hafnaði þrisvar sinnum í 2. sæti í heildarstigakeppni ökumanna með ítalska liðinu.

Renault hefur ekki viljað staðfesta fregnirnar en Spánverjinn er sagður hafa verið í viðræðum við Renault frá því í nóvember. Flavio Briatore, Ítalinn litríki sem er jafnframt ráðgjafi Alonso, segir að heimsmeistarinn fyrrverandi sé einbeittur og tilbúinn í að snúa aftur í Formúlu 1.

epa07189054 Flavio Briatore, Italian businessman and former manager of Benton formula one team, left, stands with Mclaren driver Fernando Alonso of Spain before the Emirates Formula One Grand Prix at the Yas Marina racetrack in Abu Dhabi, United Arab Emirates, 24 November 2018.  EPA-EFE/LUCA BRUNO / POOL
 Mynd: EPA
epa01863250 (FILES) Spanish Formula One driver Fernando Alonso (L) of Renault celebrates on the podium with Renault team principal Italian Flavio Briatore (R) after winning the German Formula one Grand Prix at Hockenheim ring in Germany on Sunday, 24 July 2005. Renault team boss Flavio Briatore and chief engineer Pat Symonds on 16 September 2009 left the Formula One team over a race-fixing scheme. Renault also said in a statement that that it "will not dispute the recent allegations made by the FIA concerning the 2008 Singapore Grand Prix." In the scheme, former driver Nelson Piquet Jr said that he was sked to crash his car in that race to allow teammate Fernando Alonso a better chance of winning.  EPA/RAINER JENSEN
 Mynd: EPA
Fernando Alonso og Flavio Briatore fagna sigri á Hockenheim-brautinni 2005.