Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Yfir 10.000 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu

Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Yfir 10.000 jarðskjáftar hafa mælast fyrir mynni Eyjafjarðar frá því hrinan þar hófst 19. júní. Enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu.

Þótt mjög hafi dregið úr jarðskjálftahrinunni er henni hvergi nærri lokið, að sögn sérfræðings á jarðskjálftavakt Veðurstofunnar. Enn mælist margir smærri skjálftar - það dragi hægt úr virkninni en ekkert bendi til þess að hún sé að fjara út. Áfram séu líkur á fleiri stærri skjálftum.

Langflestir skjálftanna sem nú mælast eru undir tveimur að stærð. Þó varð skjálfti upp 2,7 um miðjan dag í gær og annar 3,0 að stærð á laugardagskvöld. Skjálftahrinan hefur nú staðið á þriðju viku og sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar hafa numið yfir tíu þúsund jarðskjálfta.