Þrjú jákvæð sýni greindust við landamæraskimun

06.07.2020 - 11:13
Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot - RÚV
Þrír bíða nú eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu eftir að sýni úr þeim greindust jákvæð fyrir kórónuveirunni í landamæraskimun í gær. Alls var 1.941 sýni tekið í gær í landamæraskimun. Aldrei hafa fleiri sýni verið tekin við landamæraskimun frá því að landamæri voru opnuð 15. júní en afkastagetan er 2.000 sýni.

23 sýni voru jafnframt tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 

Sextán eru í einangrun líkt og í gær og fækkað hefur um sjö í sóttkví frá því í gær. Í fyrradag voru 441 skráðir í sóttkví. 

 

Uppfært klukkan 11:35 - Upphaflega var sagt að ekkert nýtt smit hefði greinst í gær. Þrjú smit greindust en ekki liggur fyrir greining á því hvort þau séu gömul eða ný.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi