Skólar í Hong Kong þurfa að fjarlægja bækur

06.07.2020 - 17:21
epa08464436 Protesters hold cardboards reading 'Free Hong Kong' and 'Fight for freedom' during a demonstration with participation of the Free Democratic Party (FDP) in front of the Chinese embassy in Berlin, Germany, 04 June 2020. In the early hours of 04 June 1989, Chinese troops cracked down on student protesters at Tiananmen Square in Beijing, China, leaving many students killed or injured. This year commemoration of the 1989 Tiananmen Square massacre is not allowed in Hong Kong  because of coronavirus measures.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Hong Kong hafa skipað skólastjórnendum að fara yfir bækur sem nemendur hafa aðgang að og fjarlægja þær sem brjóta í bága við nýju öryggislögin sem kínverska þingið samþykkti í síðustu viku.

Í fyrirmælum sem skrifstofa menntamála í Hong Kong sendi frá sér í dag segir að í samræmi við þær fjórar gerðir afbrota sem nýju öryggislögin taka á sé skólastjórnendum og kennurum skipað að fara yfir allan bókakost skólanna. Sé efni þeirra orðið úrelt eða brjóti í bága við öryggislögin skuli þær fjarlægðar.

Lögin banna aðskilnaðaráróður, niðurrifsstarfsemi, hryðjuverk og samvinnu við erlend öfl. Yfirvöld lýstu því yfir þegar lögin höfðu verið samþykkt að skoðanir þeirra sem aðhylltust sjálfstæði og sjálfstjórn Hong Kong brytu í bága við nýju lögin. Mannréttindasamtök og samtök lögmanna hafa varað við því að lögin stefni pólitísku frelsi í hættu í nýlendunni fyrrverandi.

Nú þegar er búið að fjarlægja bækur eftir lýðræðissinna úr bókasöfnum í Hong Kong. Sú skýring hefur verið gefin að verið sé að kanna hvort efni þeirra sé andstætt öryggislögunum. Bók eftir Joshua Wong, einn helsta baráttumann borgarinnar fyrir lýðræði, er horfin og sömu leiðis nokkrir titlar eftir Chin Wan, hugmyndafræðing hreyfingarinnar sem berst fyrir meiri sjálfsákvörðunarrétti Hong Kong.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi