Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Skjálfti að stærð 3,2 út af Gjögurtá

06.07.2020 - 16:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tveir jarðskjálftar um þrír að stærð urðu norðvestur af Gjögurtá um og upp úr klukkan hálf fjögur í dag. Sá fyrri var 2,9 að stærð en sá síðari var öllu stærri, 3,2 að stærð. Nokkuð var um að fólk á svæðinu yrði skjálftanna vart.

Fyrri skjálftinn var klukkan hálf fjögur og sá síðari og sterkari klukkan tuttugu mínútur í fjögur. Skjálftarnir voru um sautján kílómetra norðvestur af Gjögurtá.

Yfir tíu þúsund jarðskjálftar hafa mælst á þessum slóðum frá því skjálftahrinan hófst 19. júní. Þeir stærstu voru 5,4, 5,6 og 5,8 að stærð. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV