Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Jarðskjálfti við Grindavík af stærðinni 2,9

06.07.2020 - 07:12
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Skjálfti af stærðinni 2,9, varð þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan 20:36 í gærkvöldi.

Tilkynningar bárust Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Skjálftinn er hluti af jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í nágrenni Grindavíkur síðan í lok maí. Jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur jókst í byrjun júní eftir að hafa minnkað vikurnar fram að því.