Hilmir Snær ráðinn til Þjóðleikhússins

2020
 Mynd: Eyþór Árnason - Þjóðleikhúsið

Hilmir Snær ráðinn til Þjóðleikhússins

06.07.2020 - 10:47

Höfundar

Hilmir Snær Guðnason verður fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá og með haustinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Hilmir hefur þó ekki alveg sagt skilið við Borgarleikhúsið að sinni því hann hleypur í skarðið fyrir Ólaf Darra Ólafsson í verkinu Oleanna sem frumsýnt verður í lok ágúst.

Fyrsta verkefni hans á föstum samningi við Þjóðleikhúsið verður hlutverk í leikritinu Framúrskarandi vinkona, sem byggir á Napólísögum Ferrantes sem notið hafa mikilla vinsælda um allan heim. 

Í mars var tilkynnt um ráðningu Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur listræns ráðunautar og staðgengils leikhússtjóra, auk þess sem þau Ólafur Egill Egilsson var fastráðinn sem leikstjóri, Ilmur Stefánsdóttir, leikmyndahöfundur, og Björn Bergsteinn Guðmundsson sem yfirljósahönnuður.

Magnús Geir Þórðarson, fyrrum útvarpsstjóri, var skipaður þjóðleikhússtjóri í nóvember í fyrra og réðst hann í skipulagsbreytingar innan Þjóðleikhússins í kjölfarið. 

Tengdar fréttir

Leiklist

Rauk út í skelfingu af fyrstu leiksýningunni

Leiklist

Þjóðleikhúsið ræður í þrjár stjórnendastöður