Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Grikkir loka á Serba vegna veirufaraldursins

06.07.2020 - 11:02
epa08486476 Passengers from an international flight, coming from Rome, waits in a queue to be tested for coronavirus, during their arrival at the Eleftherios Venizelos International Airport in Athens, Greece, 15 June 2020. Greece reopened its main airports to more international flights on 15 June 2020, hoping to kick-start its vital tourism sector after three months in lockdown due to the ongoing COVID-19 coronavirus pandemic.  EPA-EFE/YANNIS KOLESIDIS
 Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Grikkir hafa lokað landamærum sínum fyrir serbnesku ferðafólki vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Serbíu síðustu daga. Á föstudag var lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Belgrad vegna ástandsins. Lokunin gildir til 15. júlí. Ferðafólk sem kemur til Grikklands verður að fylla út eyðublað, þar sem þeir greina meðal annars frá þjóðerni sínu og til hvaða landa það hefur komið síðustu fimmtán daga.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV