Fjallar um að finna tenginguna við náttúruna og núið

Mynd: Saga Sigurðardóttir / hera

Fjallar um að finna tenginguna við náttúruna og núið

06.07.2020 - 13:49

Höfundar

Söngkonan Hera Hjartardóttir gefur út nýja plötu sem ber heitið Hera. Þetta er hennar tíunda breiðskífa og í þetta skipti er það Barði Jóhannsson sem stýrir upptökum, en Hera er plata vikunnar á Rás 2.

Hera hefur að mestu leyti búið á Nýja-Sjálandi síðustu 24 ár en er nú flutt aftur heim til Íslands. Platan hefur verið í vinnslu í rúm þrjú ár og er tekin upp á Íslandi, Nýja-Sjálandi og í Bandaríkjunum og masteruð í Bretlandi. Þetta er fyrsta sólóplata Heru í rúm átta ár og sú fyrsta sem kemur út á vínyl ásamt því að koma út á geisladiski.

Lögin eru mjög persónuleg, að sögn Heru, og snúast meðal annars um það að staldra við, hugsa og finna tengingu við náttúruna og núið. Meðal laga á plötunni eru How Does a Lie Taste? sem kom út í haust og hefur ómað á Rás 2 og Process sem náði meðal annars fyrsta sætinu á vinsældarlista Rásar 2.

Mynd með færslu
 Mynd: Saga Sigurðardóttir - hera hjartardóttir

Hera er plata vikunnar á Rás 2 og hægt að hlusta á hana alla ásamt kynningum á Rás 2 eftir Tíufréttir í kvöld.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Hjaltalín - Hjaltalín

Tónlist

Laura Secord - Ending Friendships