Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Yfir 30 þúsund látnir af völdum COVID-19 í Mexíkó

05.07.2020 - 02:15
epa08527885 Municipal workers bury a disinfected coffin into the trench in the San Isidro pantheon, in the municipality of Ecatepec, Mexico, 02 July 2020 (Issued 04 July 2020). The coronavirus pandemic has strongly impacted the populous cities of the State of Mexico, a region that borders the Mexican capital, where many citizens do not believe that the disease exists despite the fact that the deaths of COVID-19 doubled during the second middle of June.  EPA-EFE/Jorge Nunez
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Mexíkó varð í gær fimmta ríkið í heiminum þar sem yfir 30 þúsund dauðsföll eru skráð af völdum COVID-19. Sóttvarnalæknirinn Jose Luis Alomia greindi frá þessu í gærkvöld. Fleiri hafa látið lífið á Ítalíu, Bretlandi, Brasilíu og í Bandaríkjunum.

Alls eru yfir 130 þúsund Bandaríkjamenn látnir í faraldrinum, og rúmlega 64 þúsund í Brasilíu. Í báðum ríkjum fjölgar tilfellum ört, eða um tugir þúsunda á degi hverjum.

Tilfelli eru orðin fleiri en 250 þúsund í Mexíkó að sögn Alomia, en sýnataka hefur verið bágborin þar. 

Yfirvöld í Suður-Afríku eru áhyggjufull vegna vaxtar faraldursins þar í landi. Yfir tíu þúsund tilfelli voru greind þar í gær, og er það í fyrsta sinn sem svo mörg tilfelli greinast á einum degi. Yfir þrjú þúsund eru látnir þar í landi af völdum COVID-19.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV