Þung umferð er inn í Reykjavík. Hún gengur hægt í gegnum Hvalfjarðargöngin, Kjalarnes og inn í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni
Að sögn vakthafandi lögreglumanns hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók umferð inn í borgina að þéttast upp úr tvö. Margir brugðu sér út úr bænum yfir helgina og umferð var sömuleiðis afar þung á föstudag.
Samkvæmt lögreglu hafa einhverjir verið teknir fyrir hraðakstur. Að öðru leyti hefur gengið ágætlega og almennt eru fæstir að flýta sér.
Hvalfjarðagöng: Þung umferð er nú til Reykjavíkur, gengur hún hægt í gegnum Hvalfjarðagöngin, kjalarnesið og inní Mosfellsbæ #færdin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 5, 2020