Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Þung umferð er nú til Reykjavíkur

05.07.2020 - 18:23
Mynd með færslu
Röð bíla er við göngin. Mynd: Aðsend mynd
Þung umferð er inn í Reykjavík. Hún gengur hægt í gegnum Hvalfjarðargöngin, Kjalarnes og inn í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni

Að sögn vakthafandi lögreglumanns hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók umferð inn í borgina að þéttast upp úr tvö. Margir brugðu sér út úr bænum yfir helgina og umferð var sömuleiðis afar þung á föstudag.

Samkvæmt lögreglu hafa einhverjir verið teknir fyrir hraðakstur. Að öðru leyti hefur gengið ágætlega og almennt eru fæstir að flýta sér.