Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sóttu slasaða göngukonu í Reykjadal

05.07.2020 - 16:35
Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Holm - RÚV
Björgunarsveitum í Árnessýslu barst tilkynning frá slasaðri göngukonu í Reykjadal á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang á sexhjólum og hlúðu að konunni.

Samkvæmt Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, er björgunarsveitarfólk í þann mund að leggja af stað niður með konuna. 

Reykjadalur er steinsnar frá Hveragerði. Þar er vinsæl gönguleið sem liggur um hverasvæði og heitan læk. 

Davíð segir að konan hafi verið á gönguleiðinni þegar hún slasaðist. Hún var í um tveggja kílómetra fjarlægð frá bílastæðinu við upphaf gönguleiðarinnar. Aðgengi að slysstað var gott og fært sexhjólum. Grunur leikur á að konan sé ökklabrotin. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru á vettvangi. 

Mynd með færslu
Mynd með færslu
Mynd með færslu
Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV