Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna snarpra vindhviða austan Öræfa frá miðnætti í kvöld og fram að hádegi á morgun, mánudaginn 6. júlí.
Á vef Veðurstofu segir að búist sé við að hviðurnar fari yfir 25 m/s. Slíkt geti skapað hættu fyrir vegfarendur með aftanívagna eða hjá ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.